Í klefanum þá skoðum við hvernig við náum árangri og komumst nær markmiðunum okkar. Í Klefanum þá talar allt íþróttafólk sama tungumálið! https://klefinn.is/https://www.instagram.com/klefinn.is/
Tue, January 21, 2025
Dr. Birna Varðardóttir hefur síðustu 10 ár verið að mennta sig í því sem tengist næringu og þjálfun, þá hefur hún mikið verið að skoða hlutfallslegan orkuskort í íþróttum, eða það sem við köllum REDs (Relative Energy Deficiency in sport). Á sínum tíma glímdi Birna við átröskun og þar af leiðandi langaði hana að skilja betur hvað gerðist í líkamanum og hvers vegna. Birna gerði doktorsverkefnið sitt um REDs og fer aðeins yfir niðurstöðurnar ásamt því að ræða um átröskun, endurheimt, næringu og fleira. Samstarfsaðilar Klefans eru Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun. Endilega fylgist með Birnu á @sportbitarnir @birnavardar
Sun, January 19, 2025
Bæði Logi Geirs og Aron Pálma hafa kíkt í Klefann og rætt sinn feril, margt svipað með þeim og greinilegt að Logi hafði allskonar áhrif á Aron. Það er fyndið að bera saman sumar sögurnar þeirra, hér eru einhverjar sögurnar klipptar saman. Hlustaðu hér á Loga Geirsson. Hlustaðu hér á Aron Pálmarsson. Nú eru þeir í sviðsljósinu á HM á sitthvorum vettvangnum og þá er gaman að rifja upp eitt og annað. Ég hef nú ekki áður tekið svona saman, en væri gaman að heyra hvort þið hafið gaman af - sendu mér endilega skilaboð á @siljaulfars eða @klefinn.is . Samstarfsaðilar Klefans eru - Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk.
Tue, January 14, 2025
Aron Pálmarsson einn besti handboltamaður Íslands og jafnvel einn sá besti í heimi. Aron hefur leikið með mörgum af bestu liðum heims eins og Kiel, Veszprém, Barcelona, Álaborg og FH. Aron hefur unnið marga af helstu titlum í Evrópu, verið íþróttamaður ársins, rookie of the year í Þýskalandi, valinn í All Star Team á Ólympíuleikunum, MVP í Championship league og fleira. Aron fer yfir ferilinn, segir okkur sögur frá hverjum stað, eins og þegar öfuga jólatréð mætti til Kiel og að það borgi sig ekki að stanga Alfreð Gíslason. Einnig segir hann frá vandræðunum hjá Veszprem þegar hann fór þaðan síðast og hvernig það kom til að hann er kominn þangað aftur í dag. Nú er HM að hefjast og Aron fer yfir landsliðsferilinn, mótið, markmið, formið og fleira. Þá svaraði hann spurningum úr sal mjög samviskulega. Hvetjum ykkur til að hlusta og Áfram Ísland. Tímaramminn 5:40 - Hvernig HM leggst í Aron 14:15 - Formið og keppnisþyngdin<
Tue, January 07, 2025
Elísabet hefur verið aðalþjálfari knattspyrnuliðs í 30 ár, í 15 ár stýrði hún liði Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni með frábærum árangri. Hún hefur tvisvar sinnum verið útnefndur þjálfari ársins hjá sænsku úrvalsdeildinni og hefur meðal annars hlotið Fálkaorðuna fyrir sín störf í þágu kvenna knattspyrnu. 2023 hætti hún hjá Kristianstad til að róa á önnur mið og við bíðum spennt að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur. Elísabet segir frá sínum fyrstu skrefum sem þjálfari, ræðir liðin og áskoranirnar sem hún hefur upplifað, og hvað hún myndi gera öðruvísi í dag sem yngri flokka þjálfari. Hún ræðir mistökin sem þroskuðu hana sem þjálfara og af hverju henni finnst Besta Deildin hafa þróast of hægt á síðustu 16 ár. Elísabet ræðir möguleika kvennalandsliðsins á EM í sumar og fer yfir það sem hún telur styrkleika og veikleika liðsins. Þá ræðir hún einnig hvort hún vilji þjálfa karlalið og að hún hefði elskað það challenge að taka til í karlaliði Vals í sumar. Elísabet hef
Mon, December 30, 2024
Eygló Fanndal Sturludóttir er 23 ára læknanemi og ein sú besta í Ólympískum Lyftingum í -71 kg flokki. Í ár hefur Eygló sannað sig sem eitt af framtíðarstjörnum í Ólympískum lyftingum, hún varð Norðurlandameistari, Íslandsmeistari, Evrópumeistari U23 og í 4rða sæti á Heimsmeistaramótinu núna í desember. Þá var hún hársbreidd frá því að komast inn á Ólympíuleikana og ræðir um áætlanir hennar fram að 2028 Ólympíuleikunum. Í Ólympískum lyftingum er keppt í Snörun og Jafnhendingu (clean & jerk), en keppt er í samanlögðum árangri í þessum greinum. Í þættinum ræðir hún hvernig æfingavikan er sett upp, tæknin sem þarf að huga að og fleira. Einnig ræðum við mikilvægi næringar og endurheimtar. Við þökkum samstarfsaðilum Klefans, Auður, Hafið fiskverslun, Lemon, og Nutrilenk fyrir stuðninginn. Hvetjum ykkur til að hlusta og fylgjast vel með Eygló 2025! @eyglo_fanndal <a href='https://www.instagram.co
Mon, December 23, 2024
Guðbjörg Gunnarsdóttir er fyrrum markvörður sem lék með öllum yngri landsliðum Íslands ásamt A landsliði Íslands, yfir 100 landsleiki. Þá var hún atvinnukona frá 2009-2022 þar sem hún spilaði með 6 erlendum liðum í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi. Í dag starfar hún sem markmannsþjálfari hjá yngri landsliðum sænska knattspyrnusambandsins, ásamt því að halda í fyrirlestra fyrir sænska sambandið sem snúast um markmannsþjálfun, þróun markvarða og hvernig best er að leggja upp æfingar fyrir markmenn. Þá sér hún einning um gæðastjórnun í menntun markvarðarþjálfara hjá Knattspyrnusamböndum Stokkhólms og Gotlands. Guðbjörg ræðir um áherslur í markmannsþjálfun í Svíþjóð, innihald á æfingum og hvernig hægt er að vinna í andlegum þætti markvarða ásamt mörgu öðru. Þátturinn er í boði Auður , Lemon , Nutrilenk og Hafið fi
Tue, December 17, 2024
Snorri Steinn Guðjónsson er landsliðsþjálfari íslenska karla landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig nú fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í janúar. Snorri Steinn spilaði 257 leiki fyrir íslenska landsliðið, þá var hann einnig atvinnumaður í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Snorri ræðir landsliðsþjálfara starfið, aðdraganda Heimsmeistaramótsins og hvernig rútínan þeirra er úti. Snorri ræðir ferilinn, silfurverðlaunin og deilir reynslu sinni af mótlæti, meðal annars að klikka á mikilvægu víti á Ólympíuleikunum. Þá fengum við spurningar frá ungu íþróttafólki sem Snorri vandaði sig að svara. Snorri hvetur alla til að nenna að leggja sig fram og ná sínum markmiðum. Þátturinn er í boði Auður , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslun . 3:15 - Undirbúningur fyrir HM og vona að leikmenn meiðist ekki.<br/
Thu, November 14, 2024
Ásmundur Einar Daðason frá Framsókn kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: (Ásmundur snertir þessi atriði út um allt í þættinum en tímalínan er gróf). 15:55 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 33:45 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 40:15 - Brottfall og stytting menntaskóla 48:42 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 58:35 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @asmundureinar @siljaulfars @framsokn
Thu, November 14, 2024
Arnar Páll Gunnlaugsson frá Sósíalistaflokknum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: 4:50 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 13:05 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 18:15 - Brottfall og stytting menntaskóla 24:10 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 25:50 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @meistariarnar @siljaulfars @sosialistaflokkurinn
Wed, November 13, 2024
Theodór Ingi Ólafsson frá Pírötum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: 8:25 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 17:10 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 21:25 - Brottfall og stytting menntaskóla 26:20 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 28:05 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @teddilebig @siljaulfars @piratar
Wed, November 13, 2024
Hannes S. Jónsson frá Samfylkingunni kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: 12:00 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 31:45 - Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 37:37 - Brottfall og stytting menntaskóla 45:30 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 50:50 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @hannes_sigurbjorn @siljaulfars @xs_samfylkingin
Tue, November 12, 2024
Bjarki Hjörleifsson frá Vinstri Grænum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: 5:10 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 14:20 - Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 23:40 - Brottfall og stytting menntaskóla 31:14 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 35:52 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @bjarkihj @siljaulfars @vinstrigraen
Tue, November 12, 2024
Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Hér má sjá stefnu Viðreisnar um Íþróttir og tómstundir. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: 7:50 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 23:45 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 29:25 - Brottfall og stytting menntaskóla 37:50 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 40:35 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @hannakatrinfridriks @siljaulfars @vidreisn
Mon, November 11, 2024
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: 5:50 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 17:40 - þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 25:45 - Brottfall og stytting menntaskóla 32:00 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 34:20 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @aslaugarna @siljaulfars @sjalfstaedis
Mon, November 11, 2024
Anton Sveinn McKee frá Miðflokknum kom í Klefann til að ræða íþróttatengd málefni og framtíð íþrótta á Íslandi. Þátturinn er í boði: Auður, Hafið fiskverslun, Lemon og Nutrilenk. Tímalína: 8:00 - Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar 20:30 - Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 25:00 - Brottfall og stytting menntaskóla 27:50 - Þjóðarhöllin og Þjóðarleikvangurinn 29:30 - Veðmálastarfsemi á Íslandi Þú finnur okkur á Instagram: @klefinn.is @antonmckee @siljaulfars @midflokkurinn
Thu, October 31, 2024
Margrét Lára starfar sem sálfræðingur og leggur áherslu á markmiðasetningu sem hún vinnur oft með íþróttafólki sínu. Í þættinum fer Margrét Lára yfir aðferðir sem hún notar í markmiðasetningu með fólkinu sem hún vinnur með. Markmiðasetning snýst ekki bara um að ná árangri, heldur eykur það einnig sjálfstraustið, er ákveðin streituþjálfun og getur aðsoðað með frammistöðukvíða. Það er mikilvægt að skrifa niður markmiðið og endurskoða þau reglulega. Markmiðasetning hefur víðtæk áhrif á íþróttafólk, á jákvæðan hátt, þá er gott að skoða sig og þekkja sína styrkleika og veikleika. Margrét Lára fer yfir muninn á mismunandi markmiðum Frammistöðumarkmið Færnimarkmið Niðurstöðutengd markmið „Hlutir geta farið í allar áttir, ef maður er samviskusamur og tekur þetta föstum tökum og gerir sitt besta þá getur maður alltaf verið sáttur við niðurstöðuna,“ segir Margrét Lára. Mælum með að þú takir glósur, gefi þér tíma að sko
Tue, October 29, 2024
Margrét Lára Viðarsdóttir kíkti í Klefann og fór yfir ferilinn, en hún er ein af farsælustu knattspyrnukonum Íslands, hún starfar í dag sem sálfræðingur við Heil Heilsumiðstöð sem hún rekur ásamt fjölskyldu sinni. Margrét Lára fer yfir ferilinn sinn sem hófst hjá ÍBV, hún fer aðeins yfir liðin sín, lærdóminn og meiðslin sem höfðu mikil áhrif á hana. Margrét lék með öllum landsliðum Íslands á sama tíma, en í dag myndi hún gera þetta öðruvísi. Þá segir hún frá upplifuninni þegar hún sleit krossböndin rétt fyrir EM og hvernig hún vann sig í gegnum það. Sálfræðingurinn Margrét Lára gefur einnig góð ráð og smá innsýn inn í huga íþróttafólks, hún ræðir meiðsli og óttanum sem getur fylgt þeim, kvíðann, félagskvíðann, að hafa hugrekki, hvernig við bætum sjálfstraust og hvernig þjálfarar geta aðstoðað íþróttafólkið sitt. Þá gefur hún einnig góð ráð til foreldra og hvetur ungt fólk til að vera í fjölbreyttri hreyfingu og hafa hugre
Tue, October 22, 2024
Í þessum þætti ræðum við við Erling Richardsson íþróttafræðing og handboltaþjálfara Austuríska liðsins Mödling og akademíunnar í Vestmannaeyjum. Erlingur ræðir þjálfaraferilinn, reynslu sína að þjálfa í nýju umhverfi, að setja saman teymið sitt, velja fyrirliðann og að byggja upp skipulagða þjálfun fyrir ungt íþróttafólk. Erlingur talar um mikilvægi þess að æfa fleiri íþróttir og seinka sérhæfingu íþróttafólks, þá ræðir hann einnig hugmyndir um hvernig sé hægt að efla íþróttakennslu, mikilvægi fjölbreytni í íþróttum og hreyfingu fyrir börn og hvernig er hægt að búa til betra umhverfi fyrir ungt íþróttafólk. Erum við á réttri leið með akademíur, afreksstefnu og sérhæfingu unga íþróttafólksins okkar? 2:00 – Mödling þjálfara verkefnið 19:40 – Akademían í Vestmannaeyjum 23:40 – Íþrótta akademíur – niðurstöður sláandi 25:20 – Leikfimikennsla 31:00 – Þjálfun erlendis 34:20 – Að finna góðan fyrirliða 44:30 – Saudi Arabía 49:15 – Sérhæfin
Tue, October 15, 2024
Arnar Sölvi ræðir næringur íþróttafólks, en hann lærði íþróttanæringarfræði í Liverpool og var nálægt því að landa starfi hjá Tottenham Hotspur sem íþróttafræðingur. Arnar vinnur með íþróttafólki með því markmiði að bæta æfingar og keppnisárangur, ná betri endurheimt, bæta líkamssamsetningu, minnka meiðslahættu og fleira. Margt kom fram í þættinum meðal annars: Hvað á íþróttafólk að fókusa á í næringu? Skipulag, hvað á að borða fyrir og eftir æfingar Morgunæfingar Fæðubótaefni, prótein, kreatín og fleiri fæðubótaefni Líkamssamsetning, þyngjast, léttast og fleira. 15% afsláttur á Hreysti.is með kóðanum KLEFINN - hvetjum þig til að nýta ykkur afsláttinn. Þátturinn er í boði Auður , Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslu
Tue, October 08, 2024
Lára Hafliðadóttir hefur verið að sérhæfa sig í þjálfun kvenna og er fitness þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Víking. þá er hún einnig að hefja doktorsnám til að skoða fitness hjá konum í fótbolta enn frekar. Lára ræðir hvernig á að þjálfa konur og hún útskýrir tíðahring kvenna og hvernig áhrif hann hefur á æfingar og líkamann og hvað gerist í hverjum fasa í tíðahringnum og að konur ættu að tracka tíðahringinn sinn, þá fer hún einnig yfir hormónabreytingar, getnaðarvarnir og fleira. Það er mikilvægt að opna umræðuna um blæðingar því það er eitthvað sem allar konur upplifa, þá er mikilvægt að karlar og þjálfarar þekki þetta einnig. Þátturinn er í boði Auður , Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslun . Þú finnur okkur á instagram <a href='https://www.instagra
S1 E28 · Tue, October 01, 2024
Brynjar Benediktsson kom í Klefann og sagði okkur hvernig ungt íþróttafólk getur farið út til Bandaríkjanna á háskólastyrk. Brynjar er eigandi Soccer and Education USA ásamt konu sinni Jónu Kristínu Hauksdóttur. Árlega aðstoða þau um 80 íþróttafólk að fá skólastyrk til Bandaríkjanna í fótbolta, körfubolta, frjálsum, sundi og golfi. Brynjar segir okkur frá ferlinu til að komast út, hann gefur góð ráð fyrir undirbúninginn og hleypir okkur betur inn í þennan Bandaríska heim. Það er gott að huga að þessu snemma og við hvetjum ykkur til að hlusta á þennan þátt og fara strax að elta draumana ykkar. Þátturinn er í boði Auður , Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslun . Þú finnur okkur á instagram <a href='https://www.instag
S1 E27 · Tue, September 24, 2024
Kristín Þórhallsdóttir er sterkasti dýralæknir í heiminum, hún byrjaði í Kraftlyftingum 35 ára og er verðlaunahafi á Heims- og Evrópumeistaramótum, þá hefur hún meðal annars orðið Evrópumeistari og á Evrópumet. Kristín ræðir ferilinn, hvernig hún kynntist íþróttinni og komst hratt í fremstu röð, þá fer hún aðeins yfir Kraftlyftingarnar, en þar er keppt í samanlögðum árangri í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ef þú ert að spá í tölum Kristínar þá á hún 230 kg í hnébeygju, 125 kg í bekkpressu, 240 kg í réttstöðulyftu. Kristín er dýralæknir og tveggja barna móðir, en annar strákurinn hennar er langveikur með sjaldgæft heilkenni. Hvetjum þig til að hlusta, það er greinilega aldrei of seint að byrja á nýju áhugamáli! Þátturinn er í boði Auður , Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Ha
S1 E26 · Tue, September 10, 2024
Evrópumótið í götuhjólreiðum fer fram í Belgíu dagana 11.-15. september. Keppt er í tímatöku þar sem þau hjóla 31.2 km, og götuhjólreiðum þar sem Elite konur og U23 hjóla 162 km og Elite karla hjóla 222.8 km. Mikael Schou afreksstjóri Hjólreiðasambands Íslands sagði okkur frá mótinu og umstanginu í kringum það, þá heyrðum við í Elite keppendunum ásamt Davíði sem keppir í U23. Í þættinum ræða þau meðal annars undirbúninginn, næringuna, olnbogana, hvað þarf að huga að og hvernig svona keppni fer fram. Þátturinn er í boði Útilífs , Auður , Lemon , Hafið fiskverslun og Nutrilenk Hvetjum ykkur til að hlusta og til að styðja við íþróttafólkið, en þú finnur þau hér: Elite Bríet Kristý
S1 E25 · Tue, September 03, 2024
Anton Sveinn McKee sundmaður og fjórfaldur Ólympíufari settist hjá Silju og fóru yfir það hvað er að vera afreksíþróttamaður. Anton gerði upp Ólympíuleikana hvað var öðruvísi og truflaði keppendur einnig ræddi hann hvað er frammundan þegar skýlan nálgast hilluna. Þá sagði hann okkur ítarlega frá hvernig hann setur markmið og hvernig hann brýtur þau niður og hvað hann gerir til að ná þeim, hvernig vinnur hann í andlega þættinum og notar dagbók og sjónmyndaþjálfun. Næringin, æfingarnar og lyftingarnar. Þetta er áhugaverður þáttur fyrir allt íþróttafólk sem vill ná árangri. Þátturinn er í boði Auður , Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslun . Þú finnur okkur á instagram @antonmckee <a href='http
S1 E24 · Tue, August 27, 2024
Ingeborg Eide Garðarsdóttirer kúluvarpari úr Ármanni og keppir í flokki F37 í kúluvarpi, en hún er ein af fimm sem keppa fyrir Íslands hönd á Paralympics sem fer fram í París dagana 28. ágúst - 8. september. Ingeborg á Íslandsmetið í kúluvarpi sem er 9.83 m og þá á hún einnig íslandsmetið í kringlukasti. Hún keppir á Paralympics þann 31. ágúst í kúluvarpi. Ingeborg þekkir stórmótin vel en hún á bronz frá Evrópumeistaramótinu 2021 og endaði í 4. sæti á HM í maí. Ingeborg ræðir sinn íþróttaferil, æfingarnar og vegferðina að Paralympics ásamt markmiðunum þar. Einnig útskýrir hún flokkana og prófin sem þau fara í til að setja þau í rétta flokka, þá ræðir hún hvernig á að þjálfa fatlaða einstaklinga og er með skilaboð til foreldra fatlaðra barna. Hvetjum ykkur til að hlusta á þessa mögnuðu íþróttakonu. Þátturinn er í boði Auður , Útilífs , Lemon , <a href='https:
S1 E23 · Wed, July 31, 2024
Ólympíuleikarnir eru á fullu og það styttist í frjálsíþróttaveisluna. Silja settist niður og tók saman 4 frjálsíþróttafréttir sem henni finnst áhugaverðar sem snúa að frjálsum á Ólympíuleikunum. 4:30 mín - Purple Speed King 9:30 mín - Repechage / endurtekningar umferð 14:00 mín - leiðin að Ól … eða ekki 19:30 mín - Ólympíu verðlauna afhending 12 árum seinna... skellur! Klefinn er í boði Nutrilenk, Útilíf, Hafið fiskverslun og Lemon. Endilega fylgdu Klefanum á instagram.
S1 E22 · Tue, July 02, 2024
Vésteinn Hafsteinsson er einn sigursælasti þjálfari okkar Íslendinga og nú er hann fluttur heim og starfar sem Afreksstjóri ÍSÍ. Sem þjálfari þá hefur Vésteinn þjálfað 56 einstaklinga frá 10 löndum sem hafa samanlagt náð í 20 verðlaun á alþjóðlegum stórmótum - þar af 5 verðlaun á ÓL. Hann er nú á leið á sína 11 Ólympíuleika en í nýju hlutverki, hann hefur farið áður sem íþróttamaður, þjálfari og nú sem afreksstjóri og yfir farastjóri. Vésteinn ræðir í þættinum árangur, hugarfar, framtíðina, hvað einkennir góðan íþróttamann og þjálfara og fleira, hvetjum ykkur til að hlusta. Þátturinn er í boði Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslun . Þú finnur okkur á instagram @klefinn.is <a href='https://www.instagram.com/siljau
S1 E21 · Wed, June 26, 2024
Þann 25. júní vorum við með hlaupaspjall í Útilíf þar sem Afreksfólk Útilífs settist niður með Silju. Þorsteinn Roy og Andrea Kolbeinsdóttir hlauparar svöruðu ýmsum spurningum um hlaup, undirbúning og fleira, þá var einnig Hildur Kristín sjúkraþjálfari með og svaraði spurningum um hlaupara meiðsli og gaf ráðleggingar.. Í þættinum ræða þau upphitun, recovery aðferðir, hreyfiflæði, hlaupaskó, meiðsli og annað sem er gott að hafa í huga. Þetta er klárlega þáttur fyrir hlaupara og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref. Gangi þér vel á hlaupum og endilega taggaðu okkur. Þátturinn er í boði Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslun . Þú finnur okkur á instagram: @klefinn.is
S1 E20 · Tue, June 18, 2024
Jón Halldórsson fór yfir víðan völl þegar hann ræddi leiðtoga, liðsheild, menningu innan liða, Evrópumeistara ævintýri Valsar og fleira. Jón er einn af eigendum KVAN sem er mennta- og þjálfunarfyrirtæki. Einnig er hann formaður handknattleiksdeildar Vals sem átti stórt tímabil bæði hjá konunum og körlunum. Jón ræddi hvernig menningin var sköpuð innan liðsins, hvernig þeir fjármögnuðu Evrópukeppnina og framhaldið hjá bæði kvenna- og karlaliðinu. Þá ræddi hann einnig menninguna innan félagsins hjá Val, sjálfboðaliða, konur í íþróttum og fleira. Íþrótta áhugafólk ætti ekki að missa af þessum þætti. Þátturinn er í boði Útilífs , Lemon , Nutrilenk og Hafið fiskverslun . Þú finnur okkur á instagram @klefinn.is <a href
S1 E19 · Tue, June 11, 2024
Hafdís er margfaldur Íslands- og bikarmeistari, en hún keppir bæði í götuhjólreiðum, tímatöku og gravel. Hafdís keppir fyrir Íslands hönd og hefur farið á Evrópumeistaramót sem og Heimsmeistaramót. Hafdís fer með okkur yfir ferilinn, hvað þarf til að ná árangri í hjólreiðum hvernig er að æfa hjólreiðar á Íslandi, einnig þegar það snjóar ennþá í júní. Þá ræðir hún mótin hér heima, samkeppnina og stórmótin úti. Um daginn fóru fimm íslenskar stelpur saman á Tour de feminin og hún segir okkur hvernig það gekk og hvernig það er að vera íslenskur hjólari í þessum stóra hjólaheim. Þá fer hún yfir hvað er frammundan og fleira. Hvetjum þig til að hlusta en það eru misjafnar áskoranir með misjöfnum íþróttagreinum. Við óskum henni góðs gengis með framhaldið. Þátturinn er í boði Útilífs , Lemon , Heilsuhillunnar , <a href='https://hafid
S1 E18 · Tue, June 04, 2024
Helena er ein farsælasta körfuboltakona Íslands. Helena á nánast öll met sem hægt er að setja í körfuboltanum, en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 12 ára og fyrsta landsleik 14 ára. Helena ræðir ferilinn, hún fór í Texas Christian University og náði frábærum árangri þar, en í haust verður hún tekin inn í frægðarhöll TCU. Helena spilaði sem atvinnukona í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi, en hún fann mun á að koma úr háskóla “bubblunni” yfir í atvinnumennskuna þar sem þú þarft að standa meira á eigin fótum. Hugarþjálfun, meiðsli íþróttafólks, sjálfstraust og að taka erfiðu skotin er meðal annars það sem Helena ræðir. Í dag er Helena að þjálfa, en hún fer aðeins yfir það hvernig körfuboltafólk nýtir sumrin, en finnst leitt hvað landsliðsverkefni unglinga eru dreifð yfir sumartímann sem getur haft áhrif á undirbúningstímabilið. Þátturinn er í boði Út
S1 E17 · Tue, May 28, 2024
Evrópumótið í utanvegahlaupum fer fram í Annecy, Frakklandi dagana 30. maí - 2. júní. Hlaupið er um 60km og um 3900 m hækkun, en hlaupaleiðin er í fjöllunum við Annecy vatn. Við heyrðu í Friðleifi Friðleifssyni liðstjóra og formanns langhlauparanefndar um Evrópumótið og undirbúninginn. Þá heyrðum við einnig í fimm af átta hlaupurum um undirbúninginn fram að hlaupi, taktík, búnað og fleira. Þátturinn er í boði Útilífs , Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og GoodGood . Hvetjum ykkur til að hlusta og til að styðja við þau, en þú finnur þau hér: Andrea Kolbeinsdóttir Íris Anna Skúladóttir Halldóra Huld Ingva
Tue, May 21, 2024
Arnar Freyr Theodórsson er umboðsmaður handboltamanna. Sjálfur lék Arnar handbolta lengi en fór út í umboðsmennsku þegar hann missti af tækifæri sem hann vildi ekki að aðrir myndu missa af. Arnar Freyr segir okkur frá heimi umboðsmanna og hvað það felur í sér, en sjálfur segist hann vera í þjónustustarfi sem snýst mikið um samskipti. Þá ræðir Arnar einnig hvaða eiginleika hann vill sjá hjá leikmönnum þegar hann skoðar að byrja að vinna með þeim og af hverju íslenskir handboltamenn eru góð söluvara. Farið er víða í þættinum, hverjar eru dýrustu leikmanna stöðurnar, hvaða lönd borga mest, hvernig þjálfara bransinn er, prósentur HSÍ og fleira. Það er fróðlegt að komast inn í heim umboðsmanna, hvort sem þú hefur áhuga á handbolta eða einhverri annarri íþróttagrein. Þátturinn er í boði Útilífs , Heilsuhillunnar , <a href='ht
S1 E15 · Tue, May 14, 2024
Elísabet Margeirsdóttir ofurhlaupari var fyrsta konan í heiminum til að klára 400km Ultra-Gobi maraþonið undir 100 klukkustundum. Elísabet fer yfir feril sinn, hvernig hún byrjaði að hlaupa yfir í að vera í eigenda hóps Náttúruhlaupa og hvað starfið er fjölbreytt þar. Elísabet hefur 14 sinnum farið í Laugavegshlaupið, hún segir aðeins frá reynslu sinni úr hlaupinu. Bakgarðurinn hófst 4. maí og lauk þann 6. maí, það var stórskostleg keppni, Elísabet ræðir keppnina, hvernig Bakgarðurinn byrjaði á Íslandi og hvað er frammundan. Það er að mörgu að huga þegar hlaup er haldið í nokkra sólahringa, en gæti verið von á einhverjum breytingum á Bakgarðinum? Þá ræðir hún hvernig er hægt að undirbúa sig fyrir svona stór hlaup eins og Laugavegshlaupið og Bakgarðurinn. Þetta er þáttur sem hlaupasamfélagið ætti ekki að missa af! Þátturinn er í boði Útilífs , <a href='https://www.fac
S1 E14 · Tue, May 07, 2024
Gréta Salóme er þekkt fyrir hæfileika sína í tónlist, en til að ná árangri á stóra sviðinu þá þarftu að þora að dreyma, eltast við markmiðin þín og vera skipulögð. Gréta segir okkur frá hvernig hún setur sér markmið, hún segir okkur frá fjórum aðferðum sem hún notar til að ná árangri. Þá ræðir hún einnig hvernig er að vera tónlistarkona, hvernig hún byrjaði að vinna hjá Disney og áskorunum þar. Þá hefst Eurovision í kvöld 7. maí og Gréta Salóme hefur sterkar skoðanir á þátttöku Íslands í Eurovision í ár (hefst á 54:45 mínútu). Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og GoodGood . Þú finnur okkur á instagram @klefinn.is @siljaulfars <a href='https://www.instagram.com/gretasalo
S1 E13 · Fri, May 03, 2024
Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí, en aðeins einn íþróttamaður hefur náð lágmörkum, en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru 13 íþróttamenn, en það eru þau sem eru að stefna á Ólympíuleikana. Í þessum öðrum þætti þá ræddi Silja við Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi, Erna Sóley - kúluvarp, Valgarð Reinhards - áhaldafimleikar, Ingibjörg Erla - Taekwondo, Hilmar Örn - sleggjukast. Hvetjum ykkur til að styðja við íþróttafólkið okkar. Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , <a href='https://hafi
S1 E12 · Tue, April 30, 2024
Birgir Leifur Hafþórsson hefur sjö sinnum verið Íslandsmeistari í golfi, þá hélt hann þátttökurétti á Evrópsku mótaröðinni og sigraði áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur fer yfir hvernig hann byrjaði og hvað hann hefur lært af sínum ferli. Þá ræðir hann hugarþjálfun og hvernig hann sá fyrir sér hringina, hvaða triggera hann notaði til að komast aftur í gírinn, hvernig hann æfði og hvernig var að keppa á stóru mótunum. Þá gefur hann einnig ýmis ráð, sem enginn golfáhugamaður/kona vill láta fram hjá sér fara. Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og GoodGood . Þú finnur okkur á instagram @klefinn.is @siljaulfars
S1 E11 · Fri, April 26, 2024
Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí, en aðeins einn íþróttamaður hefur náð lágmörkum, en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru 13 íþróttamenn, en það eru þau sem eru að stefna á Ólympíuleikana. Í þessum þætti þá ræddi Silja við Baldvin hlaupara , Thelmu fimleikakonu , Guðlaugu Eddu þríþrautakonu og Guðna Val kringlukastara um hvernig gengur að komast á Ólympíuleikana, hvað er framundan og fleira. Hvetjum ykkur til að styðja við íþróttafólkið okkar. Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og <a href='https:/
Tue, April 23, 2024
Logi Geirsson er handknattleiksmaður uppalinn í FH, lék með Lemgo í 6 ár, var í silfurliðinu á á Ólympíuleikunum 2008 í Peking og bronz liðinu á EM 2010. Logi ræðir hvernig hann setti sér markmið og náði þeim, þá ræðir hann hvað hugarfarið skiptir miklu máli hjá íþróttafólki og visualization, hann segir frá því þegar hann tók útihlaupin upp í rúmi. Hvernig á að tækla meiðsli, hvað sjálfstraust er mikilvægt og að þú getur allt sem þú vilt, þú þarft að vita hvert markmiðið er og hefjast handa. Það eru margar leiðir að árangri og hann hvetur íþróttafólk að fókusa á markmiðin og leggja allt í það. Ef þú vilt ná árangri og vantar spark í rassinn, þá er þessi þáttur akkurat sparkið sem þú þarft! Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og GoodGood . Þú finnur okkur á instagram <a href='https://www.instagram.co
S1 E9 · Tue, April 16, 2024
Kári Steinn Karlsson keppti í Maraþoni á Ólympíuleikunum 2012 í London, en það var hans þriðja maraþon frá upphafi. Hann á 17 virk Íslandsmet ennþá í dag, en hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í maraþoni. Kári Steinn er aðeins byrjaður að hlaupa aftur og setti meðal annars brautarmet í hlaupi 2023. Kári fór í háskólann Berkeley í California, en þar var hlaupamenningin öðruvísi. Þá ræðir hann maraþonið á Ólympíuleikunum og undirbúninginn fyrir Ól. Kári Steinn er aðeins 37 ára í dag, en hlaupa menningin hefur breyst mikið frá því hann var á toppnum og þjálfun er aðeins öðruvísi í dag, ásamt því að hlaupabúnaðurinn hefur tekið miklum breytingum. Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og GoodGood . Þú finnur okkur á instagram <a href='https://www.instagra
S1 E8 · Tue, April 09, 2024
Tinna Jökulsdóttir er sjúkraþjálfari í Sporthúsinu og eigandi Fókus þjálfunar. Tinna kemur úr handboltanum og er meðal annars sjúkraþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hvað er fókus þjálfun ? Þetta eru æfingar sem snúa að meiðslafyrirbyggjandi þáttum ásamt því að auka við færni hvers og eins leikmanns. Lögð er áhersla á liðkun, hreyfiteygjur, líkamsbeytingu, snerpu og samhæfingar þjálfun. Einnig er farið í jafnvægis- og styrktaræfingar þar sem unnið er með stöðugleikakerfið. Við hvetjum ykkur til að hlusta og læra, kannski fáið þið hugmyndir. Í þættinum má finna ráð fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og aðra sem hafa áhuga á íþróttum. Tinna starfar sem sjúkraþjálfari í Sporthúsinu. Fljótlega opnar heimasíðan http://fokusthjalfun.is/ Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , <a href='https://hafid.is/'
S1 E7 · Mon, April 01, 2024
Helgi Valur Pálsson er íþróttasálfræðingur og deilir með okkur leiðum til að fá sem mest út úr íþróttunum (og lífinu). Helgi Valur æfði knattspyrnu á sínum yngri árum en glímdi við meiðsli sem hafði áhrif á hans feril. Helgi Valur ákvað að snúa sér að íþróttasálfræði þar sem hann vildi aðstoðað annað íþróttafólk í sínum meiðslum. Helgi Valur fer um víðan völl og talar meðal annars um sjálfstraust, meiðsli, kvíða, hugarþjálfun, að setja sér markmið, skynmyndarþjálfun, spennustjórnun, einbeitingu, sjálfstal, fyrirbyggjandi aðgerðir, stress og fleira. Við hvetjum ykkur til að hlusta og læra, hér má finna ráð fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og aðra sem hafa áhuga á íþróttum. Helgi Valur starfar sem íþróttasálfræðingur hjá Hæfi Endurhæfingarstöð . Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og <a href='https://eu.good
S1 E6 · Thu, March 28, 2024
Dwight Phillips er fyrrum Ólympíu- og Heimsmeistari í langstökki. Dwight sigraði Ólympíuleikana 2024 í Athens, þá hefur hann fimm sinnum orðið Heimsmeistari í langstökki. Þetta er seinni þátturinn af tveimur, en í fyrri þættinum ræddu þau feril hans, öll stórmótin, sigrana og allt sem fylgir því. Dwight ræðir hvað einkennir góðan þjálfara, hvernig hann þjálfar afreksfólkið og unga íþróttafólkið, þau ræða hraðaþjálfun, framfarir í frjálsum íþróttum og fleira. Við hvetjum ykkur til að hlusta, við erum viss að þið lærið eitthvað af þessum meistara. Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og GoodGood . Þú finnur okkur á instagram @klefinn.is @siljaulfars
S1 E5 · Tue, March 26, 2024
Dwight Phillips er fyrrum Ólympíu- og Heimsmeistari í langstökki. Dwight sigraði Ólympíuleikana 2024 í Athens, þá hefur hann fimm sinnum orðið Heimsmeistari í langstökki. Við fórum yfir ferilinn hans, ræddum stórmótin, hvað gekk vel og hvað gekk illa, hann segir frá mistökunum sem hann gerði og fer yfir það hvernig það er að keppa á stærstu sviðunum. Þá ræðir hann einnig hvernig hann hafði trú á sjálfum sér og að að þurfi að vera traust milli íþróttamanns og þjálfara. Silja og Dwight æfðu saman í Bandaríkjunum undir leiðsögn Paul Doyle. Þessi þáttur er fyrri af tveimur, í seinni þættinum sem kemur á fimmtudaginn 28. mars þá mætir Coach Dwight Phillips og við ræðum þjálfara, þjálfun, æfingar, þjálfun yngri íþróttamanna og afreksþjálfun, hraða þjálfun og hvað hann er að gera meira. Við hvetjum ykkur til að hlusta, við erum viss að þið lærið eitthvað af þessum meistara. Þátturinn er í boði <a href='https://www.fa
S1 E4 · Tue, March 19, 2024
Sólveig Þórarinsdóttir er sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Sólveig æfði knattspyrnu á sínum yngri árum en meiðsli settu strik í hennar feril og nú brennur hún fyrir því að fyrirbyggja meiðsli ungs íþróttafólks. Sólveig talar um rannsóknir á konum og körlum í knattspyrnum (p.s. prósentan er sjokkerandi), en konur eru ekki litlir karlar. Hún talar um FITTOPLAY.ORG þar sem hægt er að finna fyrirbyggjandi æfingar fyrir allar íþróttagreinar, við hvetjum ykkur til að kíkja á þessa heimasíðu. Þá eru blæðingar íþróttakvenna rædd, krossbanda slit, hún útskýrir vaxtalínuna, Osgood-Schlatter hnémeiðsli og fleira. Við hvetjum ykkur til að hlusta, við erum viss að þið lærið eitthvað af þessu. Þessi þáttur hentar pottþétt íþróttafólki, þjálfurum, foreldrum og öðrum sem hafa áhuga á íþróttum. Þátturinn er í boði <a h
S1 E3 · Tue, March 12, 2024
Arnar "Lil Curly" er þekktur á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann hefur yfir milljón fylgjenda. Í dag starfar hann sem “ vítamín sölumaður ” eins og hann orðar það, ásamt því að sinna fleiri verkefnum. Arnar ræðir um áhrifavalda heiminn og segir að núna sé besti tíminn til að vera áhrifavaldur á TikTok. Hann ræðir “ tips and tricks ” á samfélagsmiðlunum og hvað eykur líkurnar á samstarfi með fyrirtækjum. Þá segir Arnar okkur einnig frá Happy Hydrate . Við vonum að þið njótið þáttarins og við hvetjum ykkur til að prófa ykkur áfram á miðlunum og ekki gleyma að tagga Klefann . Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og GoodGood . Þá fær Happy hydrate sérstakt “shoutout”
S1 E2 · Tue, March 05, 2024
Elísa Viðarsdóttir hefur leikið knattspyrnu frá unga aldri og á yfir 50 landsleiki meðal annars á stórmótum. Elísa starfar sem næringarfræðingur hjá Heil Heilsumiðstöð. Elísa ræðir um næringu íþróttafólks, hvernig er hægt að skipuleggja sig og skapa sér betri rútínur þegar kemur að næringu í kringum æfingar og keppnir. Elísa fer yfir það hvað íþróttafólk getur gert betur þegar kemur að næringu. Elísa gefur okkur hugmyndir að máltíðum og nesti, hvað er hægt að grípa í ásamt því að hvetja ungt íþróttafólk að læra grunnatriði í eldhúsinu (með aðstoð foreldra). Þátturinn er í boði Heilsuhillunnar , Hafið fiskverslun og Good Good . Endilega hafið samband við okkur á instagram <a href='https://www.instagram.com/k
S1 E1 · Wed, February 28, 2024
Ragnheiður Ragnars hefur farið tvisvar sinnum á Ólympíuleikana, árin 2004 og 2008. Eftir að hafa upplifað Ólympíudrauminn og eignast barn þá sneri hún sér að næsta draum, að gerast leikkona. Uppáhalds þættirnir hennar voru the Vikings og hún setti stefnuna þangað, nokkrum árum síðar var hún Gunnhild í the Vikings frá 2018-2020. Ragga segir okkur frá verkefnunum sem hún er að vinna í, hvað hún tekur frá íþróttunum yfir í leiklistina. Hún segir okkur hvernig bardagaatriðin fara fram, hvað gerist bak við tjöldin í nektar- og kynlífssenum ásamt fleiru sem gerist á settinu. Þá talar Ragga um hluti eins og einbeitingu, stórmótin, sjálfstraust og sjálfsaga, hugarfar, markmiðasetningu og fleira. Endilega fylgið okkur á instagram @klefinn.is Ragga ragnars @raggaragnars Silja Úlfars @siljaulfars <br/
loading...